Afhverju ættir þú að prófa að nota kynlífsleikföng?

Kynlífsleikföng hafa verið til í óralangann tíma og algengur misskilningur um þau er að þau séu aðeins fyrir einstaklinga eða fólk sem er einmanna en það er langt frá því að vera sannleikurinn. Kynlífsleikföng eru fyrir alla, bæði pör og einstaklinga og því margar mismunandi gerðir til svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þessi klassísku eins og titrarar,egg, gervipíkur og typpahringir eru til í allskonar útgáfum, með eða án titrings, mismunandi stærðum, lögun osfrv. Kynlífsleikföng eru þó mun fjölbreyttari en þetta og eru tildæmis til tæki sem gefa manni straum, allskonar grímur, svipur, bönd, handjárn, nuddolíur og svo miklu meira.

Við ætlum hér að fara yfir nokkra kosti þess að nota hjálpartæki. 

 

1. Það er mjög sniðugt að nota víbrador eða egg til þess að læra meira um sjálfa sig. Uppgötva hvað þér finnst gott eða ekki og hvað kveikir í þér. Mikilvægasta er þó að fá fullnægingu sem er oft auðveldari að framkalla með kynlífsleikföngum sérstaklega fyrir þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í kynlífi. 

 

2. Typpahringir eru til í mörgum mismunandi gerðum. Þeir geta verið alveg einfaldir og eru þá helst notaðir til þess að halda stinningu lengur og upplifa kröftugri fullnægingu. Einnig eru til typpahringir með snípakitlu og aðrir með pungkitlu og svo enn aðrir sem eru með bæði. Þriðja útgáfan er svo typpahringur sem er með snípakitlu en einnig "buttplugg" áfastann. Það eru því margir möguleikar til þess að auka unaðinn og typpahringur þarf því ekki aðeins að vera notaður til þess að halda stinningu lengur. 

 

 

 

3. Kynlífsleikföng geta verið mjög skemmtileg ef maður vill upplifa eitthvað nýtt saman í kynlífinu, breyta aðeins til og prófa eitthvað öðruvísi. Það er ekki bara gott en getur styrkt sambandið líka að kanna áður óþekkt svæði saman. 

 

 

4.Það eru ýmsar rannsóknir sem hafa sýnt fram á það að sjálfsfróun minnkar líkur á blöðruhálskrabbameini hjá karlmönnum. Einnig getur sjálfsfróun losað um allskonar líkamsverki og hjálpað til við að minnka tíðaverki.  Þó þú þurfir ekki kynlífsleikföng til þess að stunda sjálfsfróun er skemmtilegt að breyta stundum til og prófa það. 

 

 

5. Kynlífsleikföng eins og til dæmis kynlífsróla geta hjálpað þér að komast í stellingar sem þig hefði aldrei áður órað um að fara í. Í rólunni getur þú svo fundið bletti á líkamanum sem örva þig sem þér hefði aldrei áður dottið í hug, þú getur látið maka þinn fara dýpra inn í þig og að auki prófað kynlíf í lausu lofti. 
 

Góðar stundir :)