Mögnuð áhrif fullnæginar
Kynferðisleg fullnæging er fullkomin heilsubót
Bætir hressir kætir
Það er fátt sem veitir meiri unað en fullnæging. Hún er hápunkturinn sem stefnt er að og fullkomnar gott kynlíf. Góð fullnæging veitir ekki bara unað hún er líka bráðholl og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu manna.
Segðu bless við stress
Við fullnægingu streymir vellíðunarhormónið endorfín um líkamann en það er stundum kallað náttúrulegt morfín og hefur róandi og slakandi áhrif sem slær meðal annars á líkamlegan sárskauka. Hausverkur er því léleg afsökun fyrir því að vilja ekki kynlíf. Fátt er betra í baráttunni við stress en fullnæging.
Fullnæging fullkomnar útlitið
Það er ekki að ástæðulausu að ástfangið fólk er sagt geisla af hamingju. Vellíðan eykur magn oxýtósínhormóns í líkamanum sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á öll líffæri mannsins. Við fullnæginguna eykst líka flæði súrefnis um líkamann sem hjálpar til við úthreinsun á eiturefnum sem geta safnast upp í húðinni.
Regluleg fullnæging er því besta leynivopnið í baráttunni við bólur og lélega húð, aukið flæði oxýtósíns eykur ljóma húðarinnar og er öflug vörn gegn öldrun, sannkallaður hrukkubani. Enda ekki að ástæðulausu að oxýtósín er kallað hamingjuhormónið.
Fullkomið svefnmeðal
Lélegur svefn er versti óvinur heilsunnar. Streita og depurð eykst þegar við erum vansvefta, vítahringur sem getur verið erfitt að rjúfa. Við fullnægingu berast ýmis hormón frá heilanum sem hjálpa til við slökun. Ásamt þeim losnar einnig melatónín sem hjálpar til að ná við að ná tökum á svefninum. Fullnægingin er einnig stresslosandi og undirbýr mann þannig undir góðan nætursvefn sem er forsenda bættrar heilsu.
Settu heilsuna í fyrsta sæti og njóttu þess að fullnægja þér til betra lífs.