Of brátt sáðlát – Hvað er til ráða?

Það getur verið mikið álag fyrir hann að fá ekki fullnægingu á undan henni. Allir viljum við jú endast nógu lengi til að veita sem mesta gleði og hún nái að klára líka. Hér eru nokkur ráð sem ættu að hægja á ferðinni.

 

Notið smokk. Mögulega er upplifunin ekki eins næm og allt það en hér kemur það að góðum notum. Munið að nota samt smokkastærð við hæfi. Hægt er að fá XL eða td smá rifflaða ofl ofl. Má líka prófa extra þykka til að seinka meira.

 

Takið smá hlé á milli. Munið samt að kela á meðan og láta stemminguna ekki detta niður. Þetta verður með tímanaum hluti af leiknum og lengir hann og bætir. Ekki einhhæft kanínuhopp.

 

Klemmuaðferðin. Ef þú ert alveg að koma má prófa að kreista typpið fyrir neðan kóng með þumlinum. Þetta ætti ekki að meiða en lætur stinningu minnka smávegis.

 

Svo má byrja kvöldið á fullu,vitandi að sáðlát kemur fljótlega. Hvíla svo og byrja aftur eftir klst eða hvaða tíma sem þarf til. Munið samt að sprauta ekki öllu sæðinu sem hægt er í fyrstu umferð því að þá gæti jafnvel liðið of langur tími fyrir umferð númer 2. Þetta má samt prófa ef umferð númer 2 er líka of bráð. Reyna þá að tæma alveg í fyrri umferð.

 

Henni er fróað og hituð almennilega upp. Gerið sjálfsfróun hennar að góðum leik og þegar hún á stutt eftir er limur settur inn og klárað.

 

Verð óhrædd við að skipta um stellingar. Þetta lengir allt leikinn og ætti að hægja á fullnægingu hans.

 

Ein góð æfing er að hann liggi á bakinu og hún gæli við allan likama hans. Typpið auðvitað líka. Hann lætur vita þegar er stutt í fullnægingu og þá hættir hún. Þetta er gert svona í 4skipti en í 5ta lætur hún hann koma duglega. Ef hann kemur óvart samt fyrir,ekki gefast upp. Æfið þetta og þið lærið bæði betur á hvort annað og ómeðvitað að hlýða.

 

Prolonger spray. Hægt er að kaupa “seinkunar spray”. Speyjað á lim og prófið.

 

Sleipiefni. Notið aðeins meira af sleipiefni en venjulega.

 

Munnmök. Æfið ykkur. Talið saman. Gerið tilraunir saman. Munið að hreinlæti örvar okkar og virkar meira á undirmeðvitundina en við höldum.

 

Ríðið oftar. Hræðslan við of brátt sáðlát verður til þess að sumir forðast samfarir. Alls ekki gera þetta. Ríðið oftar og munið að æfingin skapar meistarann!