7 staðreyndir um kynlíf sem enginn talar um.

Á unglingsárunum er okkur kennt um kynlíf, kynfærin, getnaðarvarnir og hversu fallegt kynlíf er. Í hreinskilni sagt er enginn sem undirbýr okkur fyrir öll vandræðalegu og óþæginlegu mómentunum sem fylgir því að stunda kynlífi. Afhverju ekki ? Af því að stressið fyrir fyrsta skiptinu er nú þegar nógu mikið.

Hér koma nokkrar staðreyndir um kynlíf sem enginn sagði okkur frá en við höfum flest öll lent í.

 

Þetta verður sóðalegt, þú munt oftar en ekki þurfa þrífa upp eftir þig.

Kannski ef við værum ekki svona upptekin að því hvernig við stöndum okkur í kynlífinu hefði hugsanlega einhver minnst á að kynlíf verður blautt og sveitt.

 

Það sem fer upp, mun koma niður

Verum hreinskilnar stelpur, við höfðum aldrei pælt í þessu fyrr en við stunduðum kynlíf. Í fyrsta skiptið sem þetta gerist er það bæði óvænt og augljóst. Þegar maki/bólfélagi hefur sáðlát inn í þig (án smokks), hvert helduru að það fari ? Líkaminn þinn gleypir ekki sæði og er ekki ólíklegt að þegar þú stendur upp sé eina leiðin fyrir sæðið að renna aftur út.

 

Frá þér koma hljóð sem þú vissir ekki að væru til staðar.

Stunur eru ekki einu hljóðin sem fylgja kynlífi. Við mikinn hita og svita getur líkaminn búið til ákveðin sog hljóð sem eru ekki sexy. Og talandi um sexy hljóð, hvernig í fjandanum getur píka prumpað?? Já, þetta er með því vandræðalegasta sem getur gerst í kynlífi. Ágæt lausn við þessu er tónlist.

 

Að skipta um stellingu getur verið mjög vandræðalegt.

Hverjum hefði dottið í hug að skipta úr cow girl stellingu yfir í doggy style gæti verið vandræðlegt? Fólk drýfir sig að skipta um stellingu en allt í einu ertu búin að gefa makanum þínum olnbogaskot. Kynlífáverkar eru í alvöru til.

 

Strákar/karlmenn munu vilja hafa sáðlát á annan stað en inn í þig.

Margir strákar eiga það til að vilja taka hann út áður en þeir fá það, ekki til að stoppa eða fá sáðlát á rúmmið, heldur á þig.

 

Þið fáið ekki fullnægingu á sama tíma og jafnvel bara ekkert (á aðallega við stelpur)

Kynlíf er ekki eins og í bíómyndum, að báðir aðilar fái fullnægingu á sama tíma né að stelpur fái alltaf fullnægingu. Bæði getur fullnæging kvenna tekið langan tíma og einnig að hjálpartæki þyrftu að vera til staðar.

 

Kynlíf á túr er ekkert mál.

“En það er sóðalegt” Segja margir,... well guess what, kynlíf er sóðalegt. Margar konur hafa talið að bestu fullnægingar sem þær hafa fengið er þegar þær eru á blæðingum. Settu bara handklæði undir og njóttu.