Erótískt nudd - HOW TO

Forleikurinn er mikilvægur undanfari samfara, en forleikur er athöfn sem á sér stað fyrir samfarir, til þess að örva sjálfa(n) þig og elskhugann. Einn af vinsælustu forleikjum er nudd, nudd er eitthvað sem flestir, ef ekki allir, fýla og njóta. Með því að nudda ertu að losa spennuna í vöðvunum og elskhuginn slakar meira á, þar með eru meiri líkur á fullnægingu.


Hér ætlum við að fara yfir nokkrar sniðugar leiðir til þess að gefa elskhuganum ógleymanlegt nudd.

 

 

Undirbúningur


➜ Stilltu ljósin – Minnkaðu birtuna, slökktu á loftljósinu og kveiktu á notalegum lampa í staðin.


➜ Handklæði – Settu handklæði á rúmið svo að olían festist ekki í rúmfötunum.


➜ Stilltu hitastigið – Passaðu að hitastigið í herberginu sé mátulegt, svo að það sé notalegt að liggja nakin(n) á rúminu.


➜ Ilmur – Notaðu ilmkerti til þess að gera stemninguna meira sexý.


➜ Tónlist – Hægt er að spila notalega tónlist til þess að slaka meira á.


 

 

Olíur

 

Olíur eru ómissandi partur af þessari athöfn. Til eru ýmsar gerðir af olíum, með lykt, án lyktar, nuddkerti, olíur sem má borða svo að nokkrar séu nefndar.

Kíktu í erótíska verslun og skoðaðu úrvalið.

Hér eru nokkrar góðar úr Adam & Evu :

 

 

Nuddolía frá SWEDE með Clover, Orange og Lavender lykt, til eru fleiri lyktir frá sama merki. Olían er samanblönduð úr jojobaolíu, macademíuhnetuolíu og hempolíu. Einnig er E-vítamín og Aloe vera í henni til þess að næra húðina enn frekar. Þessa olíu færðu HÉR

 


Nuddolía með góðu bragði! Með þessari olíu geturðu kysst og sleikt og fengið gott bragð í leiðinni. Þessi olía er einnig með aphrodisiac og pheromoni sem að auka kynhvöt enn frekar, hana geturðu fengið HÉR

 


Nuddkertin eru sniðug leið til þess að gera nuddið aðeins meira kinky. Þau virka þannig að þú kveikir á kertinu og lætur það bráðna aðeins, síðan hellirðu heitu olíunni yfir líkamann og hefur nuddið. Ótrúlega sniðugt. Þessa vöru færðu HÉR
 

 

Nuddtæknin


Passaðu að næg olía sé á höndunum áður en þú byrjar að nudda, nuddaðu með fingurgómum og þumlum og finndu þannig réttu staðina. Einbeittu þér að hnútum, talaðu við hina manneskjuna og finndu út hvað henni líkar.


➜ Bakhlið – Gott er að einbeita sér að baki, rassi og fótum fyrstu ca 15 mínúturnar. Byrjaðu á öxlum og höndum og færðu þig síðan neðar. Gott er að miða við 2-3 mínútur á hvert svæði.


➜ Framhlið – Biddu elskhugann um að snúa sér við með lokuð augun. Byrjaðu að nudda brjóstsvæðið, maga og lappir (jafnvel fótanudd líka). Aftur er gott að miða við 2-3 mínútur á hvert svæði.


➜ Klof – Þegar búið er að nudda allann líkamann er hægt að færa sig í klofsvæðið. Gott er að byrja að nudda allt í kring og jafnvel kyssa líka. Ef fólk vill er síðan hægt að enda forleikinn á munnmökum.


 

Auka tips

 

➜ Þegar er verið að nudda bakhlið á konu, sittu þá á rassinum á henni, þetta getur kveikt í henni ennþá meira.


➜ Passaðu að hendurnar séu hlýjar áður en þú snertir hina manneskjuna, settu olíu á hendurnar og nuddaðu þeim saman í smá stund áður.


➜ Prófaðu mismunandi þrýsting og spurðu hvernig nudd manneskjan fýlar.


➜ Prófaðu að hvísla í eyrað á elskuganum, hluti eins og “hvernig er þetta?” til dæmis.


➜ Hægt er að taka athöfnina enn lengra og fara saman í heitt bað eftir nuddsessionið, og færa sig síðan aftur inn í svefnherbergið.