Hugmyndir til þess að krydda upp á kynlífið um helgina:

Haustið er ótrúlega rómantískur tími, laufin eru farin að falla af trjánum, dagurinn styttist og veðrið er oft mjög vindasamt. Fullkomið veður til þess að eyða tíma saman í svefnherberginu og tengjast betur í stað þess að kveikja á sjónvarpi eða símanum og hverfa í hann. Hér koma nokkrar hugmyndir af nokkrum rómantískum hlutum sem eru fullkomnir að gera nú þegar farið er að hausta.

1.Farið saman í kynlífsbúð sem selur kynþokkafull undirföt og leyfðu makanum þínum að velja eitthvað á þig sem honum langar að sjá þig í. Þú hefur ekkert um hlutina að segja og mátt ekki segja neitt neikvætt. Það væri líka skemmtilegt ef þú sérð ekki hvað makinn kaupir svo það komi þér á óvart þegar þú kemur heim.

Þessi bönd færðu til dæmis hjá okkur í Adam og Evu.

 2. Það er ekkert rómantískara en kerti þegar það er orðið dimmt og kallt úti og svefnherbergið fullt af kertaljósum er alltaf klassískt en hvernig væri að bæta smá "twisti" við og vera með kerti sem verður nuddolía líka? Þau kerti eru þannig gerð að olían hitnar ekki of mikið svo hægt er að hella beint af kertinu á þá líkamshluta sem á að nudda. Þið getið svo skiptst á að nudda hvort annað með volgri olíu og séð svo til hvert það leiðir...

Nálgast má kerti sem verður nuddolía HÉR 

3.Spilið erótískt borðspil. Erótísk borðspil eru til í mörgum útgáfum en gefa manni tækifæri á að kynnast maka sínum enn betur og hans löngunum og þrám. Þetta er því frábær leið til þess að stækka þægindahringinn sinn og kynnast makanum enn betur í leiðinni.

Við ætlum að láta þetta gott heita í bili og vonumst til þess að eitthvað af þessum hugmyndum muni koma að góðum notum.

HÉR eru td spil 
 

Kveðja,

Adam&Eva